Innlent

Sam­fylkingin og Sjálf­stæðis­flokkurinn jöfn í kosningaspá

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fylgi Samfylkingar hefur dalað undanfarið.
Fylgi Samfylkingar hefur dalað undanfarið. Vísir/Samsett

Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kannanar úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum.

Kosningalíkan Metils er nýjung og byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta.

Hér má sjá niðurstöður kosningaspár Metils frá því í dag.Skjáskot

„Í vikunni birtust fylgiskannanir frá Gallup, Maskínu og Prósent sem höfðu sameiginlega nokkur áhrif á fylgisspánna okkar. Samfylkingin dalar lítillega í nýjustu uppfærslu líkansins og er spáð fylgi nú 17%, eins og spáð fylgi Sjálfstæðisflokksins. Enn er þó langt til kosninga og margt getur gerst sem endurspeglast í breiðu öryggisbili fyrir fylgi flokkanna,“ segja aðstandendur líkansins um niðurstöðurnar.

Viðreisn bætir við sig og er spáð fylgi flokksins 16 prósent. Þrátt fyrir að líkanið spái Sósíalistaflokknum ekki þingmanni hækka efri öryggismörk fylgisins í sjö prósent vegna góðs gengis í öðrum skoðanakönnunum sem komið hafa út í vikunni.

Á heimasíðu Metils kemur einnig fram að í næstu uppfærslu líkansins sé gert ráð fyrir því að bæta við þingsætaspá fyrir flokkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×