Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 14:28 Vegasamgöngur eru stærsti flokkur losunar á beinni ábyrgð Íslands. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að mati 54,1% aðspurðra í könnun Maskínu. Þá telja 27,4% að stjórnvöld geri nóg og 18,5% að stjórnvöld geri of mikið. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira