Það eru frábærar aðstæður ríkjandi í Svartfjallalandi í dag og stefnir allt í hörkuleik og ekki síður mikilvægan leik fyrir íslenska landsliðið.
Íslandþarf sigur og sömuleiðis vonast til þess að Wales tapi stigum á útivelli gegn Tyrklandi. Verði það staðan munu liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Cardiff á þriðjudaginn kemur um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Ef ekki fer Ísland í umspil um að halda sæti sínu í B-deildinni.
Leikur Íslands og Svartfjallalands í Niksic verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan fimm, upphitun á Stöð 2 Sport hefst hálftíma fyrr, klukkan 16:30.