Fótbolti

Á­rekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Ís­lands

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aron, Gummi og Kjartan röltu um Podgorica og ræddu leik dagsins.
Aron, Gummi og Kjartan röltu um Podgorica og ræddu leik dagsins. Vísir/Ívar

Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í fótbolta í Niksic í kvöld. Aron Guðmundsson, Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru mættir til Svartfjallalands og hituðu upp fyrir leikinn í dag. Upphitun sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi.

Það eru frábærar aðstæður ríkjandi í Svartfjallalandi í dag og stefnir allt í hörkuleik og ekki síður mikilvægan leik fyrir íslenska landsliðið.

Íslandþarf sigur og sömuleiðis vonast til þess að Wales tapi stigum á útivelli gegn Tyrklandi. Verði það staðan munu liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Cardiff á þriðjudaginn kemur um umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Ef ekki fer Ísland í umspil um að halda sæti sínu í B-deildinni.

Klippa: Árekstur í beinni í Podgorica

Leikur Íslands og Svartfjallalands í Niksic verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan fimm, upphitun á Stöð 2 Sport hefst hálftíma fyrr, klukkan 16:30.


Tengdar fréttir

Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins

Búist er við fjögur þúsund áhorfendum á Gradski-vellinum í Niksic í Svartfjallalandi er Ísland sækir Svartfellinga heim í Þjóðadeild karla í fótbolta klukkan 17:00. Íslenskir fjölmiðlamenn verða að líkindum fleiri en stuðningsmenn.

„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“

Ís­land heimsækir Svart­fjalla­land í mikilvægum leik í Þjóða­deild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ís­land hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugar­dals­velli og segir Age Hareide, lands­liðsþjálfari að stiga­lausir Svart­fellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi ís­lenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úr­slit í dag.

„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins.

Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“

Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×