„Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 22:02 Rúnar Ingi Erlingsson sá sína menn klikka á prófinu á heimavelli í kvöld. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira