Handbolti

Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar.
Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Getty/Marco Steinbrenner

Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir sínu liði í kvöld í eins marks útisigri í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kristján Örn og félagar í Skanderborg unnu 27-26 sigur á Íslendingafélaginu Ribe-Esbjerg.

Ribe-Esbjerg var einu marki yfir í hálfleik, 15-14, en gestirnir voru sterkari í þeim seinni eftir æsispennandi lokamínútur.

Kristján skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur í sínu liði ásamt Emil Lærke. Kristján þurfti fjórtán skot til að skora þessi mörk sín og var því með fimmtíu prósent nýtingu. Hann gef einnig eina stoðsendingu.

Það var þó Morten Baling sem var hetjan því hann skoraði sigurmarkið í lokin.

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Ribe-Esbjerg og Ágúst Elí Björgvinsson reyndi við eitt vítkast en varði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×