Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 17:05 HSÍ er á meðal aðildarsambanda ÍSÍ sem ætti að fá hærri fjárúthlutun á næsta ári. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti
ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01