Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 17:05 HSÍ er á meðal aðildarsambanda ÍSÍ sem ætti að fá hærri fjárúthlutun á næsta ári. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti
ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01