Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:01 Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun