Landsliðsþjálfari Bosníu, Sergej Barbarez, virðist hafa haldið að hans leikmenn þyrfti aðeins að lyfta sér upp fyrir komandi verkefni.
Til að hrista hópinn saman fór liðið í heljarinnar ferðalag í skemmtigarðinn Europa-Park í Þýskalandi, sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá æfingamiðstöð liðsins í Karlsruhe.
Þýskir fjölmiðlar deildu skemmtilegum myndum af bosníska liðinu sem virðist hafa notið sín vel, þar á meðal í rússíbanareið.
