Lífið

Krasinski er kynþokkafyllstur í ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Krasinski er sjóðheitur. 
Krasinski er sjóðheitur.  Getty

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn John Kras­inski er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Krasinski við keflinu af leikaranum Patrick Dempsey.

Krasinski segist hafa verið orðlaus þegar hann heyrði að hann hefði verið valinn kynþokkafyllsti núlifandi karlmaðurinn. 

„Það er ekki þannig að ég vakna ekki á hverjum morgni og hugsa: „Ætli þetta sé dagurinn sem ég verð beðinn um að bera titilinn: Kynþokkafyllsti núlifandi karlmaðurinn? “ sagði Krasinski á léttum nótum í viðtali við People.

Hinn 45 ára leikari er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jim Halpert í bandarísku gamanþáttunum The Office, frá árinu 2005 til 2013. Auk þess hefur hann verið að gera það gott sem leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs. 

Krasinski er giftur leikkonunni Emily Blunt  og saman eiga þau tvær dætur, Hazel og Violet. Fjölskyldan er búsett í Brooklyn.

Tímaritið People velur kynþokkafyllsta mann heims á hverju ári en fyrirrennarar Krasisnski eru meðal annars Patrick Dempsey, Chris Evans, Michael B. Jordan, John Legend, Idris Elba og Blake Shelton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×