Hætt eftir drónaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 08:32 Bev Priestman snýr ekki aftur sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta. getty/Vaughn Ridley Bev Priestman er hætt sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir drónaskandalinn á Ólympíuleikunum í París. Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira