Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 16:46 Svona lítur Fellavöllur út í blíðunni fyrir austan, eftir að nýja gervigrasvið var lagt á hann. Vallarhúsið hægra megin við völlinn er nú komið með aukahæð. mynd/Unnar Erlingsson Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári. Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári.
Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000
Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn