Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 12:54 Katrín Oddsdóttir segir að málið sé komið með málsnúmer hjá umboðsmanni. Óvíst er hvort málið verði tekið til meðferðar hjá umboðsmanni. Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. Þann 22. október síðastliðinn lagði Katrín Oddsdóttir lögmaður þrennra dýraverndunarsamtaka fram beiðni til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslunnar í kringum blóðmerahald sem samtökin segja að virki ekki til að vernda dýrin. Katrín segir að umboðsmaður Alþingis hafi nú formlega samþykkt beiðnina og að málið sé nú komið með málsnúmer. Umboðsmaður segir hins vegar beiðnina til skoðunar sem ljúki að jafnaði fjórum vikum eftir að kvörtun berst. „Þessi dýraverndunarsamtök kæra til lögreglunnar meint dýraníð eftir að síðast var tekið upp ofbeldi gegn hryssum við blóðtöku en til þess að lögregla geti kært það þá verður MAST að ákveða að málið skuli sæta kæru en MAST telur að það sem sjáist á þessum upptökum sé ekki nægilega alvarlegt til þess að leyfa lögreglunni að rannsaka málið sem dýraníð og við getum ekkert kært þá ákvörðun neitt, sem er mjög, mjög undarlegt.“ Það sé vegna þess að dýraverndunarsamtökin séu ekki aðilar máls. „Þetta er einsdæmi í íslenskri stjórnsýslu af því hér er almenna reglan sú að allar ákvarðanir sæti alltaf endurskoðun, það sé alltaf hægt að fá einhvern til að skoða hvort það mátti eða mátti ekki taka tiltekna ákvörðun í stjórnsýslunni.“ Katrín segir að umboðsmaður hafi brugðist við erindinu af krafti. „Það er verið að óska eftir frekari gögnum og svo framvegis þannig að það er greinilega verið að vinna í þessu hjá umboðsmanni sem er gríðarlega góðar fréttir því hefði það ekki verði hægt þá hefði það verið lokapunkturinn yfir i-ið í því algjöra úrræðaleysi sem er í boði hjá íslenskum stjórnvöldum varðandi illa meðferð á dýrum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag birtist áður óbirt myndefni sem tekið var á sex mismunandi sveitarbæjum á Íslandi á síðasta blóðtökutímabili í september. Þar sást bóndi ítrekað sparka í hryssurnar. „Þetta er svo alvarleg staða. Það er verið að beita þessi dýr talsverðu ofbeldi, að mínu mati, án þess að það sé búið að fara í gegnum þær reglur sem á að fara í gegnum í svona dýrahaldi og í raun virðist engin stjórnsýslustofnun né matvælaráðuneytið geta tekið á því þegar kemur upp ill meðferð inni í þessari blessuðu blóðmerahaldsiðju sem fyrir er ansi vafasöm, í besta falli.“ Í skriflegu svari frá umboðsmanni Alþingis við fyrirspurn fréttastofu segir kvörtun frá Katrínu hafa borist og hún fengið málsnúmer. „Það eitt leiðir þó ekki til þess að hún verði tekin til nánari athugunar. Það er til skoðunar núna og slíkri skoðun er að jafnaði lokið innan fjögrra vikna frá móttöku kvörtunar,“ segir í svari umboðsmanns. „Ef umboðsmaður telur að kvörtun gefi ekki nægilegt tilefni til nánari athugunar eða ekki eru skilyrði til frekari umfjöllunar af hans hálfu er viðkomandi sent bréf þess efnis með skýringum á ástæðum þess. Ef umboðsmaður ákveður hins vegar að taka mál til nánari athugunar skýrir hann viðkomandi stjórnvaldi frá efni kvörtunar jafnframt því sem hann óskar, eftir atvikum, eftir upplýsingum og gögnum og gefur stjórnvaldinu kost á að setja fram skriflegar skýringar.Stjórnvaldinu er þá veittur svarfrestur sem er að jafnaði tvær til sex vikur eftir eðli og umfangi máls. Sá sem hefur borið fram kvörtun fær afrit af því bréfi og er þannig upplýstur um framgang málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum umboðsmanns Alþingis. Blóðmerahald Stjórnsýsla Hestar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við. 10. nóvember 2024 19:37 Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þann 22. október síðastliðinn lagði Katrín Oddsdóttir lögmaður þrennra dýraverndunarsamtaka fram beiðni til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslunnar í kringum blóðmerahald sem samtökin segja að virki ekki til að vernda dýrin. Katrín segir að umboðsmaður Alþingis hafi nú formlega samþykkt beiðnina og að málið sé nú komið með málsnúmer. Umboðsmaður segir hins vegar beiðnina til skoðunar sem ljúki að jafnaði fjórum vikum eftir að kvörtun berst. „Þessi dýraverndunarsamtök kæra til lögreglunnar meint dýraníð eftir að síðast var tekið upp ofbeldi gegn hryssum við blóðtöku en til þess að lögregla geti kært það þá verður MAST að ákveða að málið skuli sæta kæru en MAST telur að það sem sjáist á þessum upptökum sé ekki nægilega alvarlegt til þess að leyfa lögreglunni að rannsaka málið sem dýraníð og við getum ekkert kært þá ákvörðun neitt, sem er mjög, mjög undarlegt.“ Það sé vegna þess að dýraverndunarsamtökin séu ekki aðilar máls. „Þetta er einsdæmi í íslenskri stjórnsýslu af því hér er almenna reglan sú að allar ákvarðanir sæti alltaf endurskoðun, það sé alltaf hægt að fá einhvern til að skoða hvort það mátti eða mátti ekki taka tiltekna ákvörðun í stjórnsýslunni.“ Katrín segir að umboðsmaður hafi brugðist við erindinu af krafti. „Það er verið að óska eftir frekari gögnum og svo framvegis þannig að það er greinilega verið að vinna í þessu hjá umboðsmanni sem er gríðarlega góðar fréttir því hefði það ekki verði hægt þá hefði það verið lokapunkturinn yfir i-ið í því algjöra úrræðaleysi sem er í boði hjá íslenskum stjórnvöldum varðandi illa meðferð á dýrum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag birtist áður óbirt myndefni sem tekið var á sex mismunandi sveitarbæjum á Íslandi á síðasta blóðtökutímabili í september. Þar sást bóndi ítrekað sparka í hryssurnar. „Þetta er svo alvarleg staða. Það er verið að beita þessi dýr talsverðu ofbeldi, að mínu mati, án þess að það sé búið að fara í gegnum þær reglur sem á að fara í gegnum í svona dýrahaldi og í raun virðist engin stjórnsýslustofnun né matvælaráðuneytið geta tekið á því þegar kemur upp ill meðferð inni í þessari blessuðu blóðmerahaldsiðju sem fyrir er ansi vafasöm, í besta falli.“ Í skriflegu svari frá umboðsmanni Alþingis við fyrirspurn fréttastofu segir kvörtun frá Katrínu hafa borist og hún fengið málsnúmer. „Það eitt leiðir þó ekki til þess að hún verði tekin til nánari athugunar. Það er til skoðunar núna og slíkri skoðun er að jafnaði lokið innan fjögrra vikna frá móttöku kvörtunar,“ segir í svari umboðsmanns. „Ef umboðsmaður telur að kvörtun gefi ekki nægilegt tilefni til nánari athugunar eða ekki eru skilyrði til frekari umfjöllunar af hans hálfu er viðkomandi sent bréf þess efnis með skýringum á ástæðum þess. Ef umboðsmaður ákveður hins vegar að taka mál til nánari athugunar skýrir hann viðkomandi stjórnvaldi frá efni kvörtunar jafnframt því sem hann óskar, eftir atvikum, eftir upplýsingum og gögnum og gefur stjórnvaldinu kost á að setja fram skriflegar skýringar.Stjórnvaldinu er þá veittur svarfrestur sem er að jafnaði tvær til sex vikur eftir eðli og umfangi máls. Sá sem hefur borið fram kvörtun fær afrit af því bréfi og er þannig upplýstur um framgang málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð með svörum umboðsmanns Alþingis.
Blóðmerahald Stjórnsýsla Hestar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við. 10. nóvember 2024 19:37 Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við. 10. nóvember 2024 19:37
Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41
MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59