Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar 12. nóvember 2024 07:31 Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun