Vaxandi sunnanátt með rigningu á morgun, 13 til 20 metrar á sekúndu seinnipartinn, en mun úrkomuminna norðaustan- og austanlands. Hlýnar, hiti 8 til 16 stig seint á morgun, hlýjast á Austurlandi.
Í dag lítur út fyrir að lægðin sem er skammt suður af Reykjanesi fari norðaustur yfir land, af því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Næsta lægð sé síðan væntanleg á morgun, mánudag, með hvassri sunnanátt, rigningu og hlýnandi veðri. Þá sé útlit fyrir áþekkt veður á þriðjudag, en vindur verði suðvestlægari þegar á líður og áfram mest öll úrkoman á sunnan- og vestanverðu landinu. Hlýtt um allt land.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag: Vaxandi sunnanátt með rigningu 13-20 m/s seinnipartinn, fyrst suðvestantil. Hiti 5 til 12 stig.
Á þriðjudag: Hvöss og hlý sunnanátt með rigningu, en þurrt norðaustanlands fram eftir degi. Suðvestlægari og kólnar síðdegis.
Á miðvikudag: Hægt minnkandi vestan- og suðvestanátt. Léttskýjað um landið austanvert, en skýjað og stöku skúrir vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag: Suðvestanátt og rigning, en él síðdegis og kólnar. Lengst af þurrt á Austurlandi.
Á föstudag: Norðvestanátt og snjókoma, en þurrt sunnan heiða. Kalt í veðri.
Á laugardag: Útlit fyrir minnkandi norðanátt og styttir upp að mestu, breytileg átt seinnipartinn og stöku él.