Todd lék í hundruðum kvikmynda á fjörutíu ára ferli sínum, meðal annars í Transformers og Final Destination. Í Candyman lék hann Nammimanninn sjálfan sem var einskonar draugur sem birtist ef nafn hans var sagt fimm sinnum í röð fyrir framan spegil.
Þrjár framhaldsmyndir voru gerðar, árið 1995, 1998 og svo árið 2021. Todd lék aðal hlutverkið í fyrstu þremur myndunum en í fjórðu myndinni, sem var leikstýrð af Jordan Peele, var hann í minna hlutverki.
Todd lést á heimili sínu í Los Angeles á miðvikudagskvöld. Hann skilur eftir sig tvö börn.