Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:01 Pep Clotet, þjálfari Triestina, var mjög ósáttur þegar leikmaður hans var rekinn af velli snemma leiks. X Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi. Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira