Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:01 Pep Clotet, þjálfari Triestina, var mjög ósáttur þegar leikmaður hans var rekinn af velli snemma leiks. X Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi. Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira