Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 08:31 Pétur Rúðrik Guðmundsson mætir þrettán ára lærlingi sínum, Kára Vagni Birkissyni, í kvöld þegar þriðja mót Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye. Stöð 2 Sport Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld. Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira