Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 06:53 Flestir segjast treysta Kristrúnu helst fyrir efnahagsstjórn. Vísir/Anton Brink Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 25. október til 1. nóvember fyrir Samfylkinguna, sögðust tæplega 38 prósent treysta Kristrúnu best en þar á eftir koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks, með tæplega 18 prósent traust og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sem 17 prósent segjast treysta best til að leiða stjórn efnahagsmála. Svandís rekur lestina Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 8,6 prósent traust, og þá Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 7,5 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er næstur með 6,8 prósent traust og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttur, formaður Pírata, sem þrjú prósent segjast treysta til þess að leiða stjórn efnahagsmála. Lestina rekur síðan Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með traust 2,2 prósent landsmanna. Í samræmi við aðra könnun Í könnun Maskínu, sem framkvæmd var 22. til 28. október, kom fram að flestir treystu Samfylkingunni helst þegar kemur að efnahagsmálum en þó ekki jafnafgerandi og nú. Tæplega 26 prósent sögðust þá treysta Samfylkingunni. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem næstflestir sögðust treysta, eða um tuttugu prósent svarenda. Í úrtaki könnunar Gallup voru 1731 af öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup. Svarhlutfall var 48,8 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Efnahagsmál Skoðanakannanir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira