Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða um land vegna foks. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar. Veður Færð á vegum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Sjá meira
Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Sjá meira