„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Hjörvar Ólafsson skrifar 7. nóvember 2024 17:54 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var léttur, ljúfur og kátur að leik loknum. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. „Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
„Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira