Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 16:32 Nikolaj Hansen kom Víkingum á bragðið í Kópavogi í dag. vísir/Anton Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira