Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 12:40 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu voru í næstefsta styrkleikaflokki eftir sigrana góðu gegn Þýskalandi og Austurríki í sumar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag. Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sjá meira