„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 08:39 Inga Sæland hefur ekkert viljað gefa upp um það hvers vegna Jakob Frímann fékk ekki sæti á lista Flokks fólksins og sagði sig úr flokknum. Vísir Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks. Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks.
Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira