„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 08:39 Inga Sæland hefur ekkert viljað gefa upp um það hvers vegna Jakob Frímann fékk ekki sæti á lista Flokks fólksins og sagði sig úr flokknum. Vísir Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks. Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks.
Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira