„Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að fyrirhugaðar tollahækkanir Trumps muni hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið. Vísir/Vilhelm Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira