Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 13:45 Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun