SÁÁ stendur fyrir málþingi dagana 4. og 5. nóvember á Hilton Nordica, í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið, Krýsuvíkursamtökin, Samhjálp og Fíknigeðdeild LSH. Fulltrúar Embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands, Háskólans á Akureyri og Rekovy flytja lykilerindi á málþinginu.
Klukkan 13 hefst pallborðið, sem Helgi Seljan stýrir og fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til Alþingis mæta á. Sjá má útsendinguna í spilaranum hér að neðan:
Þátttakendur eru eftirfarandi:
- Alma Möller, Samfylkingu
- Baldur Borgþórsson, Lýðræðisflokki
- Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki
- Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki
- Inga Sæland, Flokki fólksins
- Mummi Týr, Pírötum
- Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum
- Sigmar Guðmundsson, Viðreisn
- Sigurður Páll Jónsson, Miðflokki