Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 19:30 Sigurgeir var skiljanlega nokkuð þreyttur þegar hann kom í land. Kristinn Þór Jónasson Maður sem synti milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar með eiginkonu sína í eftirdragi segist hafa þurft að hundsa eigin efasemdir allan tímann. Sundið tók um sex tíma, og sjórinn var aðeins tveggja gráðu heitur þegar verst lét. Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla)
Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent