Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:03 Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/ívar Sjúkratryggingar Íslands hyggjast fara með niðurstöðu nýs úrskurðar, þar sem lögð var fjörutíu milljóna sekt á stofnunina vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, fyrir dómstóla. Forstjóri stofnunarinnar segir að málið gæti reynst afdrifaríkt. Hann hafnar ásökunum um mismunun. Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02