Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 16:04 Svona mun rennibrautin líta út í sundlauginni í Þorlákshöfn þar sem stigahúsið verður 12 metra hátt og upphitað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta og hæsta vatnsrennibraut landsins verður í sundlauginni í Þorlákshöfn en Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur braut fyrir 150 milljónir króna, sem verða settar saman í eina. Stigahúsið upp í brautina verður tólf metra hátt. Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sundlaugar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sundlaugar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira