Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2024 16:00 Sean Combs og Jennifer Lopez voru kærustupar frá 1999 til 2001. Kevin Winter/ImageDirect Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs. Í umfjöllun Page Six um málið kemur fram að umrætt partý hafi farið fram í Tókýó árið 2000. Um er að ræða eitt af hans svokölluðu „freak off“ samkvæmum þar sem hann hefur verið sakaður um að bjóða fólki kynferðislegt aðgengi að fólki í mansali. Combs situr nú í fangelsi og bíður réttarhalda vegna meintra brota sem eru sögð fela í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútgreiðslur auk kynferðisbrota. Combs sá eini í teitinu Rachel segir að þegar hún hafi mætt í umrætt teiti árið 2000 hafi Combs verið að stinga saman nefjum við söngkonuna Jennifer Lopez. Hann hafi spilað sama tónlistarmyndband með söngkonunni aftur og aftur og aftur og aftur í teitinu. Hún tekur þó ekki fram hvaða tónlistarmyndband var um að ræða. „Þetta var eiginlega mjög furðulegt að átta sig á því að við værum bara að horfa á myndbandið með Lopez,“ segir Rachel sem lýsir því að Combs hafi boðið henni og vinkonu í teitið eftir að hafa hitt þær á næturklúbbi í Tókýó. Þær hafi þó fljótlega komist að því að hann væri bara einn á ferð, það væri ekkert annað fólk. „Þetta var ekki partýið sem við bjuggumst við. Hann var samt nógu vingjarnlegur þannig við ákváðum bara að hanga með honum,“ segir Rachel sem segir að hún hafi næst veitt Combs munngælur. Góð orka hafi verið í herberginu þar til lífvörður mætti óvænt á svæðið, sem hafi sofið hjá vinkonu Rachel kvöldið áður. „Hann varð brjálaður og sagði: „Þetta er mín gella! Frá seinasta kvöldið, hvað í ósköpunum er í gangi hérna?“ segir Rachael sem segir lífvörðinn þá hafa rekið þær út með ofbeldi. Combs hafi látið sér fátt um finnast og ekki brugðist við með neinum hætti. Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Í umfjöllun Page Six um málið kemur fram að umrætt partý hafi farið fram í Tókýó árið 2000. Um er að ræða eitt af hans svokölluðu „freak off“ samkvæmum þar sem hann hefur verið sakaður um að bjóða fólki kynferðislegt aðgengi að fólki í mansali. Combs situr nú í fangelsi og bíður réttarhalda vegna meintra brota sem eru sögð fela í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútgreiðslur auk kynferðisbrota. Combs sá eini í teitinu Rachel segir að þegar hún hafi mætt í umrætt teiti árið 2000 hafi Combs verið að stinga saman nefjum við söngkonuna Jennifer Lopez. Hann hafi spilað sama tónlistarmyndband með söngkonunni aftur og aftur og aftur og aftur í teitinu. Hún tekur þó ekki fram hvaða tónlistarmyndband var um að ræða. „Þetta var eiginlega mjög furðulegt að átta sig á því að við værum bara að horfa á myndbandið með Lopez,“ segir Rachel sem lýsir því að Combs hafi boðið henni og vinkonu í teitið eftir að hafa hitt þær á næturklúbbi í Tókýó. Þær hafi þó fljótlega komist að því að hann væri bara einn á ferð, það væri ekkert annað fólk. „Þetta var ekki partýið sem við bjuggumst við. Hann var samt nógu vingjarnlegur þannig við ákváðum bara að hanga með honum,“ segir Rachel sem segir að hún hafi næst veitt Combs munngælur. Góð orka hafi verið í herberginu þar til lífvörður mætti óvænt á svæðið, sem hafi sofið hjá vinkonu Rachel kvöldið áður. „Hann varð brjálaður og sagði: „Þetta er mín gella! Frá seinasta kvöldið, hvað í ósköpunum er í gangi hérna?“ segir Rachael sem segir lífvörðinn þá hafa rekið þær út með ofbeldi. Combs hafi látið sér fátt um finnast og ekki brugðist við með neinum hætti.
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira