Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 08:28 Grindavíkurbær opnaði í fyrsta sinn frá rýmingu í nóvember í fyrra í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. Í áskorun bæjarstjórnar segir að sú óvissa sem sé á þingi skapi óvissu. Þar er nú til afgreiðslu frumvarp um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ. Í áskorun sinni bendir bæjarstjórn á að sú óvissa sem fylgir breyttum þingstörfum, vegna komandi kosninga, sé mjög bagaleg fyrir Grindvíkinga. Þau benda á að mörg úrræði sem hafi verið samþykkt af þinginu fyrir Grindvíkinga séu þegar runnin út eða að renna út um áramót. Í áskorun sinni leggja þau til dæmis fram að rekstrarstuðningur við fyrirtæki verði framlengdur til 1. Apríl og sömuleiðis að frestur til að óska eftir íbúðarkaupum hjá Þórkötlu verði framlengdur til 1. Júlí á næsta ári. Þá leggja þau einnig til breytingu á lögunum þannig að Þórkatla muni þurfa að greiða fráveitugjald og vatnsgjald líkt og aðrir fasteignaeigendur, en verði áfram undanþegin greiðslu fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá fjalla þau einnig um sérstakan húsnæðisstuðning, heimild heimild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita allt að 30% stofnframlag ríkis og viðbótarframlag og um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Óhugsandi að rof verði á gildisstíma úrræða Í áskoruninni segir að með lögunum hafi bænum verið heimilt að fresta, lækka eða fella niður fasteignaskatt á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Grindavík. Jafnframt hafi Grindavíkurbæ verið tryggt framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fasteignaskattsjöfnunar og grunnskólakostnaðar. „Þar sem um er að ræða skattalagaákvæði er nauðsynlegt að framlengja gildistíma laganna með ákveðnum breytingum er snúa að jöfnunarsjóðsframlögum. Grindavíkurbær er tilbúinn til að leggja fram frekari hugmyndir um útfærslu þeirra lagabreytinga,“ segir í áskorun bæjarstjórnar og sérstakt tillit þyrfti taka til þess að vegna þess að regluverk jöfnunarsjóðs geri ekki ráð fyrir skörpum breytingum á íbúafjölda eins og hefur orðið í bænum. „Það er óhugsandi og ótæk niðurstaða að mati bæjarstjórnar að rof verði á gildistíma úrræða í þágu Grindvíkinga þótt um sé að ræða lagaákvæði sem löggjafinn hafi gert ráð fyrir að yrðu endurskoðuð með tilliti til aðstæðna við lok gildistíma laganna,“ segir í áskorun bæjarstjórnar og að þessi atriði séu afar mikilvæg því náttúruhamförunum sé ekki lokið. Land haldi áfram að rísa. „Fyrirsjáanleiki um stuðningsúrræði, hvort sem þau snúa að einstaklingum, fyrirtækjum eða rekstri Grindavíkurbæjar, skiptir mjög miklu máli. Vafi um hvort úrræði verði framlengd er því óásættanlegur.“ Greiðsluþrot yfirvofandi Í Morgunblaðinu í dag er einnig fjallað um málefni Grindavíkurbæjar en þar segir formaður Grindavíkurnefndarinnar, Árni Þór Sigurðsson, að bæjarfélagið gæti farið í greiðsluþrot á næsta ári og vísar þar í tillögur nefndarinnar sem lagðar voru fram í umsögnum við frumvarpið um stuðningsúrræði til rekstraraðila í bænum. Í tillögunum er lagt til að breytingar verði gerðar á á ákvæðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, þannig að sérstökum aðstæðum Grindavíkurbæjar vegna tekjufalls og brottflutnings íbúa verði mætt umfram það sem núverandi lög og reglur heimila. Það sé einnig tímabært að endurskoða undanþáguákvæði laga nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur. „Þær breytingar sem orðið hafa á högum bæjarsjóðs á því tæplega ári sem liðið er frá rýmingunni 10. nóvember 2023 lúta bæði að tekjum og útgjöldum. Enda þótt lögum um lögheimili hafi verið breytt á þann veg að íbúar Grindavíkum geti haft lögheimili áfram í bæjarfélaginu þótt aðsetur sé skráð annars staðar, hafa nú um 60% bæjarbúa flutt lögheimili sitt í aðseturssveitarfélag, enda sækja íbúarnir þjónustu þeirra sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fækkun lögheimilisskráninga í Grindavík á næstu mánuðum og ári. Útsvarstekjur sveitarfélagsins hafa fallið verulega í samræmi við þessa fækkun íbúa og mun sú þróun væntanlega halda áfram. Tekjur af fasteignagjöldum hafa sömuleiðis fallið hratt og eru nú nær engar,“ segir í umfjöllun um tillögurnar og að það sé vegna þess að Þórkatla greiði ekki fasteignagjöld. 1,5 til 2 milljarða halli Þá segir að bærinn sé í erfiðri stöðu gagnvart Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og að það þurfi að breyta regluverki hans til að mæta þessum aðstæðum. Miðað við útreikninga og áframhaldandi fólksfækkun geti bærinn verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða króna halla á næsta ári. „Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025. Samningur bæjarins og innviðaráðherra, sem gerður var í febrúar sl., gerði ráð fyrir sérstöku framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og var þar rætt um 600 m.kr. Nú hefur ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðsins lagt til að umrædd greiðsla komi á árinu 2025 og innviðaráðherra fallist á þá tilhögun. Forsendur bæjarins voru hins vegar að framlagið upp á 600 m.kr. kæmi á árinu 2024. Augljóst má telja að bæjarsjóður þurfi á viðbótarframlagi að halda af hálfu hins opinbera, m.a. með breytingum á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga,“ segir í tillögunum. Tillögur Grindavíkurnefndarinnar voru kynntar fyrir ráðherranefnd um ríkisfjármál þann 18. október og bæjarráði þann 22. október. Í tillögunum er til dæmis fjallað um launastuðning og lagt til að honum verði haldið áfram til loka næsta árs sem og frestur til að óska eftir uppkaupum hjá Þórkötlu. Þá er einnig lagt til að Þórkötlu verði heimilt að kaupa húsnæði sem félagið má ekki kaupa í dag. Uppgjöri bótamála hraðað Nefndin leggur einnig til að komið verði á laggirnar sjóði undir sérstakri stjórn, eða Eignarhaldsfélag Suðurnesja sem yrði í meirihlutaeign ríkisins. Félagið gæti keypt upp húsnæði lítilla atvinnufyrirtækja. Þá leggur nefndin til að komið verði á stuðningslánaúrræði og að fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samvinnu við Grindavíkurnefndina, hafi forgöngu um viðræður við fjármála- og vátryggingafyrirtæki um leiðir til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í Grindavík og tryggja sanngjarnar leiðir til endur- og nýfjármögnunar lána og endur- og nýtryggingar fastafjármuna vegna jarðhræringanna. Nefndin leggur einnig til að fjármála- og efnahagsráðuneytið beiti sér fyrir því, í samvinnu við Grindavíkurnefndina og Náttúruhamfaratryggingu Íslands, að uppgjöri bótamála verði hraðað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Í áskorun bæjarstjórnar segir að sú óvissa sem sé á þingi skapi óvissu. Þar er nú til afgreiðslu frumvarp um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ. Í áskorun sinni bendir bæjarstjórn á að sú óvissa sem fylgir breyttum þingstörfum, vegna komandi kosninga, sé mjög bagaleg fyrir Grindvíkinga. Þau benda á að mörg úrræði sem hafi verið samþykkt af þinginu fyrir Grindvíkinga séu þegar runnin út eða að renna út um áramót. Í áskorun sinni leggja þau til dæmis fram að rekstrarstuðningur við fyrirtæki verði framlengdur til 1. Apríl og sömuleiðis að frestur til að óska eftir íbúðarkaupum hjá Þórkötlu verði framlengdur til 1. Júlí á næsta ári. Þá leggja þau einnig til breytingu á lögunum þannig að Þórkatla muni þurfa að greiða fráveitugjald og vatnsgjald líkt og aðrir fasteignaeigendur, en verði áfram undanþegin greiðslu fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá fjalla þau einnig um sérstakan húsnæðisstuðning, heimild heimild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita allt að 30% stofnframlag ríkis og viðbótarframlag og um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Óhugsandi að rof verði á gildisstíma úrræða Í áskoruninni segir að með lögunum hafi bænum verið heimilt að fresta, lækka eða fella niður fasteignaskatt á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Grindavík. Jafnframt hafi Grindavíkurbæ verið tryggt framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fasteignaskattsjöfnunar og grunnskólakostnaðar. „Þar sem um er að ræða skattalagaákvæði er nauðsynlegt að framlengja gildistíma laganna með ákveðnum breytingum er snúa að jöfnunarsjóðsframlögum. Grindavíkurbær er tilbúinn til að leggja fram frekari hugmyndir um útfærslu þeirra lagabreytinga,“ segir í áskorun bæjarstjórnar og sérstakt tillit þyrfti taka til þess að vegna þess að regluverk jöfnunarsjóðs geri ekki ráð fyrir skörpum breytingum á íbúafjölda eins og hefur orðið í bænum. „Það er óhugsandi og ótæk niðurstaða að mati bæjarstjórnar að rof verði á gildistíma úrræða í þágu Grindvíkinga þótt um sé að ræða lagaákvæði sem löggjafinn hafi gert ráð fyrir að yrðu endurskoðuð með tilliti til aðstæðna við lok gildistíma laganna,“ segir í áskorun bæjarstjórnar og að þessi atriði séu afar mikilvæg því náttúruhamförunum sé ekki lokið. Land haldi áfram að rísa. „Fyrirsjáanleiki um stuðningsúrræði, hvort sem þau snúa að einstaklingum, fyrirtækjum eða rekstri Grindavíkurbæjar, skiptir mjög miklu máli. Vafi um hvort úrræði verði framlengd er því óásættanlegur.“ Greiðsluþrot yfirvofandi Í Morgunblaðinu í dag er einnig fjallað um málefni Grindavíkurbæjar en þar segir formaður Grindavíkurnefndarinnar, Árni Þór Sigurðsson, að bæjarfélagið gæti farið í greiðsluþrot á næsta ári og vísar þar í tillögur nefndarinnar sem lagðar voru fram í umsögnum við frumvarpið um stuðningsúrræði til rekstraraðila í bænum. Í tillögunum er lagt til að breytingar verði gerðar á á ákvæðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, þannig að sérstökum aðstæðum Grindavíkurbæjar vegna tekjufalls og brottflutnings íbúa verði mætt umfram það sem núverandi lög og reglur heimila. Það sé einnig tímabært að endurskoða undanþáguákvæði laga nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur. „Þær breytingar sem orðið hafa á högum bæjarsjóðs á því tæplega ári sem liðið er frá rýmingunni 10. nóvember 2023 lúta bæði að tekjum og útgjöldum. Enda þótt lögum um lögheimili hafi verið breytt á þann veg að íbúar Grindavíkum geti haft lögheimili áfram í bæjarfélaginu þótt aðsetur sé skráð annars staðar, hafa nú um 60% bæjarbúa flutt lögheimili sitt í aðseturssveitarfélag, enda sækja íbúarnir þjónustu þeirra sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fækkun lögheimilisskráninga í Grindavík á næstu mánuðum og ári. Útsvarstekjur sveitarfélagsins hafa fallið verulega í samræmi við þessa fækkun íbúa og mun sú þróun væntanlega halda áfram. Tekjur af fasteignagjöldum hafa sömuleiðis fallið hratt og eru nú nær engar,“ segir í umfjöllun um tillögurnar og að það sé vegna þess að Þórkatla greiði ekki fasteignagjöld. 1,5 til 2 milljarða halli Þá segir að bærinn sé í erfiðri stöðu gagnvart Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og að það þurfi að breyta regluverki hans til að mæta þessum aðstæðum. Miðað við útreikninga og áframhaldandi fólksfækkun geti bærinn verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða króna halla á næsta ári. „Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025. Samningur bæjarins og innviðaráðherra, sem gerður var í febrúar sl., gerði ráð fyrir sérstöku framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og var þar rætt um 600 m.kr. Nú hefur ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðsins lagt til að umrædd greiðsla komi á árinu 2025 og innviðaráðherra fallist á þá tilhögun. Forsendur bæjarins voru hins vegar að framlagið upp á 600 m.kr. kæmi á árinu 2024. Augljóst má telja að bæjarsjóður þurfi á viðbótarframlagi að halda af hálfu hins opinbera, m.a. með breytingum á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga,“ segir í tillögunum. Tillögur Grindavíkurnefndarinnar voru kynntar fyrir ráðherranefnd um ríkisfjármál þann 18. október og bæjarráði þann 22. október. Í tillögunum er til dæmis fjallað um launastuðning og lagt til að honum verði haldið áfram til loka næsta árs sem og frestur til að óska eftir uppkaupum hjá Þórkötlu. Þá er einnig lagt til að Þórkötlu verði heimilt að kaupa húsnæði sem félagið má ekki kaupa í dag. Uppgjöri bótamála hraðað Nefndin leggur einnig til að komið verði á laggirnar sjóði undir sérstakri stjórn, eða Eignarhaldsfélag Suðurnesja sem yrði í meirihlutaeign ríkisins. Félagið gæti keypt upp húsnæði lítilla atvinnufyrirtækja. Þá leggur nefndin til að komið verði á stuðningslánaúrræði og að fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samvinnu við Grindavíkurnefndina, hafi forgöngu um viðræður við fjármála- og vátryggingafyrirtæki um leiðir til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í Grindavík og tryggja sanngjarnar leiðir til endur- og nýfjármögnunar lána og endur- og nýtryggingar fastafjármuna vegna jarðhræringanna. Nefndin leggur einnig til að fjármála- og efnahagsráðuneytið beiti sér fyrir því, í samvinnu við Grindavíkurnefndina og Náttúruhamfaratryggingu Íslands, að uppgjöri bótamála verði hraðað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira