Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Þorlákur Árnason, sem var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV, samdi við Viktor Gyökeres á sínum tíma sem akademíustjóri sænska liðsins Brommapojkarna Vísir/Samsett mynd Viktor Gyökeres er eftirsóttasti framherji heims um þessar mundir og Þorláki Árnasyni óraði ekki fyrir því á sínum tíma, þegar að hann samdi við kappann í Svíþjóð, að hann myndi ná svona langt á sínum ferli. Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City
Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira