Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 31. október 2024 15:17 Steinþór við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember í fyrra. Vísir Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01
Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15