Guardiola lét norska framherjann Erling Braut Haaland sitja allan leikinn á bekknum.
„Við höfðum planað það að hann myndi ekki spila. Leikurinn á móti Southampton var mjög krefjandi og við vildum ekki taka neina áhættu með hann í þessari keppni,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.
„Hann spilar annars mikið af mínútum og við þurfum á honum að halda um komandi helgi. Ég vildi ekki eyða orkunni hans,“ sagði Guardiola.
Savinho og Manuel Akanji meiddust báðir í leiknum í gærkvöldi. Akanji meiddist strax í upphitun en Savinho fór grátandi af velli um miðjan leik.
„Við erum bara með þrettán heilbrigða leikmenn og erum því í miklum vandræðum. Ég hef aldrei verið í svona stöðu allan þann tíma sem ég hef verið hér,“ sagði Guardiola.
City á leik á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um helgina en liðið er með eins stigs forskot á Liverpool á toppnum. Það eru síðan fimm stig niður i Arsenal.
🗣 "The toughest opponent I've ever faced in my twelve, thirteen years as a manager."
— Football Daily (@footballdaily) March 6, 2022
Pep Guardiola on the competition between Manchester City and Liverpool pic.twitter.com/QkO7Ue74YF