Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 30. október 2024 19:57 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira