Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 30. október 2024 19:57 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira