„Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2024 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér sigri á þýska landsliðinu í sumar. Hún hefur átt marga stórleiki með Bayern München og íslenska landsliðinu á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir segist vera stolt af því að vera valin besti miðvörður heims en að sama skapi ekki hrifin af einstaklingsverðlaunum í knattspyrnu. Fótbolti sé hópíþrótt. Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira