„Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2024 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér sigri á þýska landsliðinu í sumar. Hún hefur átt marga stórleiki með Bayern München og íslenska landsliðinu á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir segist vera stolt af því að vera valin besti miðvörður heims en að sama skapi ekki hrifin af einstaklingsverðlaunum í knattspyrnu. Fótbolti sé hópíþrótt. Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira