Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Lestrarklefinn og Jana Hjörvar 31. október 2024 08:45 Jana Hjörvar fjallar um nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur í Lestrarklefanum. Á menningarvefnum Lestrarklefinn er fjallað um allskonar bækur allt frá fræðibókum til fagurbókmennta. Jana Hjörvar fjallar hér um skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur, Þegar sannleikurinn sefur. Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira