Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Dröfn Jónasdóttir tjáði sig um andlát móður sinnar. Aðsend Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112. Heilbrigðismál Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112.
Heilbrigðismál Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning