Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:02 Rúben Amorim hefur gert góða hluti með Sporting undanfarin fjögur ár. getty/Gualter Fatia Paul Scholes, einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, er ekki alveg sannfærður um ágæti Rúbens Amorim sem félagið vill fá sem næsta knattspyrnustjóra. United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira