Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 11:49 Jón Magnússon segist ekki vera rasisti, hvað þá transfóbískur. Vísir/Vilhelm Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist hvorki vera rasisti né transfóbískur. Hann rifjar upp tillögu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var snarlega skotin í kaf, og segist sammála J.K Rowling hvað varðar málefni trans fólks. Þetta segir hann í færslu á bloggsíðu sinni. Tilefnið eru skrif Sveins Andra Sveinssonar, kollega Jóns í lögmennsku, sem sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa leikið af sér með því að bjóða Jóni sjötta sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Í 6. sæti er frambjóðandi sem er stútfullur af rasisma og óvild í garð trans fólks,“ sagði Sveinn Andri á Facebook á dögunum og bætti við: „Vel gert Valhöll!“ Sveinn Andri reyni að hengja á hann merkimiða þegar rökin þrýtur Á bloggsíðu sinni segir Jón að margir hafi reynt að hengja merkimiða á andmælendur sína, þegar skortir á að þeir geti fært rök fyrir máli sínu. „Fáir kunna þá list betur en stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson, sem hefur tapað fleiri málum fyrir rétti en flestir aðrir núlifandi lögmenn.“ Hann segir Svein Andra hafa reynt að hengja á hann miða rasisma, íslamsandúðar og transfóbíu. Rifjar upp einkar umdeilda tillögu á landsfundi „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða enda mátt þola þá á annan áratug. Staðreyndin er hinsvegar sú að hefði verið tekið á hælisleitendamálum eins og ég hef lagt til m.a. með tillögu á Landsfundi 2015, þá væru engin vandamál hvað það varðar og útgjöld ríkisins í þann málaflokk væru nú um 50 milljörðum lægri á ári.“ Tillaga sú sem Jón vísar til var umdeild þegar hún var borin upp á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Jón var fyrsti flutningsmaður hennar og annar flutningsmaður var Gústaf Adolf Níelsson. Um var að ræða breytingartillögu við drög að landsfundarályktun og sneri að málefnum flóttafólks og innflytjenda. Í henni sagði meðal annars: „Það er engum til góða að rjúfa jafnvægið í samfélaginu og trufla aðlögun nýbúa með því að opna landið fyrir straumi á borð við þann sem nú flæðir að landamærum Evrópu og hlýtur fyrr eða síðar að verða stöðvaður, vonandi aðeins með friðsamlegum og sanngjörnum hætti. Íslendingar verða hvað sem öðru líður, að benda yfirvöldum Evrópusambandsins og annarra sem hlut eiga að máli á sérstöðu sína sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð og gæta þess að fá undanþágu frá óheftri för fólks af Evrópska efnahagssvæðinu til landsins.“ Gústaf púaður úr pontu Tillaga þeirra félaga var ekki samþykkt og Gústaf var hreinlega púaður úr pontu þegar hann færði rök fyrir máli sínu. „Ég fer í púltið og segi: Hér sé ég engan mann með túrban, hér sé ég engan blökkumann, hér sé ég enga konu með blæju. Um hvaða fjölmenningu eruð þið eiginlega að tala hér?“ Þá var það umsvifalaust notað að ég væri að tala illa um blökkumenn. En, ég var nú bara að lýsa því sem ég sá,“ sagði Gústaf í samtali við Vísi á sínum tíma. Segist ekki transfóbískur, bara sammála J.K Rowling Þá segir Jón varðandi meinta transfóbíu að sú nafngift sé röng. „Ég hef hinsvegar sömu skoðun í þeim málum og höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rawlings [svo]. Svo því sé síðan bætt við sömu skoðun á lögunum um kynrænt sjálfræði og breska ríkisstjórnin, sem hafnaði að staðfesta slíka bulllöggjöf frá skoska þinginu. Þannig fellur allt um sjálft sig í málflutningi Sveins Andra og það ekki í fyrsta skipti.“ J.K Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til trans fólks og trans kvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að trans konur séu hættulegar öðrum konum og sagt að trans konur séu ekki konur. Málefni trans fólks Kynþáttafordómar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Ricky Gervais hefur staðið í ströngu við að afsaka röð tísta hann sendi frá sér í gær. 22. desember 2019 12:21 Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Elliði Vignisson upplýsir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem mótmæltu málflutningi Gústafs Níelssonar. 26. október 2015 16:19 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Þetta segir hann í færslu á bloggsíðu sinni. Tilefnið eru skrif Sveins Andra Sveinssonar, kollega Jóns í lögmennsku, sem sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa leikið af sér með því að bjóða Jóni sjötta sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Í 6. sæti er frambjóðandi sem er stútfullur af rasisma og óvild í garð trans fólks,“ sagði Sveinn Andri á Facebook á dögunum og bætti við: „Vel gert Valhöll!“ Sveinn Andri reyni að hengja á hann merkimiða þegar rökin þrýtur Á bloggsíðu sinni segir Jón að margir hafi reynt að hengja merkimiða á andmælendur sína, þegar skortir á að þeir geti fært rök fyrir máli sínu. „Fáir kunna þá list betur en stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson, sem hefur tapað fleiri málum fyrir rétti en flestir aðrir núlifandi lögmenn.“ Hann segir Svein Andra hafa reynt að hengja á hann miða rasisma, íslamsandúðar og transfóbíu. Rifjar upp einkar umdeilda tillögu á landsfundi „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða enda mátt þola þá á annan áratug. Staðreyndin er hinsvegar sú að hefði verið tekið á hælisleitendamálum eins og ég hef lagt til m.a. með tillögu á Landsfundi 2015, þá væru engin vandamál hvað það varðar og útgjöld ríkisins í þann málaflokk væru nú um 50 milljörðum lægri á ári.“ Tillaga sú sem Jón vísar til var umdeild þegar hún var borin upp á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Jón var fyrsti flutningsmaður hennar og annar flutningsmaður var Gústaf Adolf Níelsson. Um var að ræða breytingartillögu við drög að landsfundarályktun og sneri að málefnum flóttafólks og innflytjenda. Í henni sagði meðal annars: „Það er engum til góða að rjúfa jafnvægið í samfélaginu og trufla aðlögun nýbúa með því að opna landið fyrir straumi á borð við þann sem nú flæðir að landamærum Evrópu og hlýtur fyrr eða síðar að verða stöðvaður, vonandi aðeins með friðsamlegum og sanngjörnum hætti. Íslendingar verða hvað sem öðru líður, að benda yfirvöldum Evrópusambandsins og annarra sem hlut eiga að máli á sérstöðu sína sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð og gæta þess að fá undanþágu frá óheftri för fólks af Evrópska efnahagssvæðinu til landsins.“ Gústaf púaður úr pontu Tillaga þeirra félaga var ekki samþykkt og Gústaf var hreinlega púaður úr pontu þegar hann færði rök fyrir máli sínu. „Ég fer í púltið og segi: Hér sé ég engan mann með túrban, hér sé ég engan blökkumann, hér sé ég enga konu með blæju. Um hvaða fjölmenningu eruð þið eiginlega að tala hér?“ Þá var það umsvifalaust notað að ég væri að tala illa um blökkumenn. En, ég var nú bara að lýsa því sem ég sá,“ sagði Gústaf í samtali við Vísi á sínum tíma. Segist ekki transfóbískur, bara sammála J.K Rowling Þá segir Jón varðandi meinta transfóbíu að sú nafngift sé röng. „Ég hef hinsvegar sömu skoðun í þeim málum og höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rawlings [svo]. Svo því sé síðan bætt við sömu skoðun á lögunum um kynrænt sjálfræði og breska ríkisstjórnin, sem hafnaði að staðfesta slíka bulllöggjöf frá skoska þinginu. Þannig fellur allt um sjálft sig í málflutningi Sveins Andra og það ekki í fyrsta skipti.“ J.K Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til trans fólks og trans kvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að trans konur séu hættulegar öðrum konum og sagt að trans konur séu ekki konur.
Málefni trans fólks Kynþáttafordómar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Ricky Gervais hefur staðið í ströngu við að afsaka röð tísta hann sendi frá sér í gær. 22. desember 2019 12:21 Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Elliði Vignisson upplýsir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem mótmæltu málflutningi Gústafs Níelssonar. 26. október 2015 16:19 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Ricky Gervais hefur staðið í ströngu við að afsaka röð tísta hann sendi frá sér í gær. 22. desember 2019 12:21
Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31
Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45
Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Elliði Vignisson upplýsir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem mótmæltu málflutningi Gústafs Níelssonar. 26. október 2015 16:19