Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2024 23:16 Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. Tsíkanovskaja hefur verið óþreytandi við að berjast fyrir lýðræði í heimalandinu úr fjarlægð síðustu fjögur ár en hún flúði land í kjölfar umdeildra kosninga árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó sem þar hefur farið með völd í þrjátíu ár. Hann er stundum kallaður síðasti einræðisherra Evrópu og á vingott við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Belarús. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Nú fjórum árum síðar segir hún ástandið í landinu langt frá því að vera gott. Einræðisherrann sé hræddur við fólkið „Það sem við sjáum fyrir víst er að það ofbeldi og kúgun sem byrjaði 2020 heldur áfram og hefur jafnvel aukist. Í Belarús eru nú 15 til 20 manns handteknir á hverjum degi. Stjórn Lúkasjenkós er hrædd við fólkið. Hún er enn að hefna sín á þeim sem þorðu að bjóða honum birginn,“ segir Tsíkanovskaja í viðtali við Stöð 2 en hún er stödd hér á landi í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Viðtalið við Svetlönu Tsíkanovskaju í heild má finna í spilaranum hér að neðan. Hún tók við hlutverki leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Í fjarveru sinni hlaut hún sjálf fimmtán ára fangelsisdóm í heimalandinu í fyrra fyrir landráð, en hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í landinu. Yfirlýst úrslit kosninganna árið 2020 eru ekki talin endurspegla raunverulega niðurstöðu en Lúkasjenkós lýsti yfir yfirburðarsigri sem var þvert á útgönguspár sem voru Tsíkanovskaju í vil. „Þetta er stöðug barátta. Á hverjum degi upplifi ég ótta, ótta um eiginmanninn sem ég hef ekki heyrt frá í 600 daga. Honum er haldið í einangrun. Það eru engar upplýsingar. Ég veit ekki hvort hann er á lífi. Þannig er ástatt um marga í fangelsum í Belarús,“ segir Tsíkanovskaja. Þótt baráttan geti tekið á segir hún ekki koma til greina að gefast upp. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Svetlana hefur fjórum sinnum komið til Íslands og segist afar hrifin af landinu, fallegri náttúru og vinalegu fólki.Vísir/Vilhelm Hana dreymi um þann dag sem hún getur aftur snúið heim. „Auðvitað. Svo sannarlega. Ég bý í Vilníus í Litáen og það er bara 30 kílómetra frá landamærunum og ég get mjög vel ímyndað mér það þegar ég get farið yfir landamærin aftur heim,“ segir Tsíkanovskaja sem býr ásamt börnum sínum tveimur í Vilníus. Hún segir erfitt að horfa í augu barna sinna þegar þau spyrji hvenær þau geti hitt pabba sinn næst. Ábyrgðarlaust að nýta ekki kosningaréttinn Íslendingar ganga til kosninga eftir nokkrar vikur en aðspurð segir hún sorglegt að heyra að ekki allir nýti kosningarétt sinn. Hún þekki það af eigin reynslu hvernig það er að búa við brotið lýðræði, ef lýðræði skyldi kalla. Almenningi beri skylda til að nýta sinn lýðræðislega rétt til að taka þátt í kosningum og því beri ekki að taka sem gefnu. „Það er svo auðvelt að missa það sem maður hefur. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því en það er mjög erfitt að fá það aftur. Svo kjósið og takið þátt í stjórnmálum því þið eruð mikilvæg fyrir landið ykkar,“ segir Tsíkanovskaja. Belarús Utanríkismál Norðurlandaráð Mannréttindi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tsíkanovskaja hefur verið óþreytandi við að berjast fyrir lýðræði í heimalandinu úr fjarlægð síðustu fjögur ár en hún flúði land í kjölfar umdeildra kosninga árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó sem þar hefur farið með völd í þrjátíu ár. Hann er stundum kallaður síðasti einræðisherra Evrópu og á vingott við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Belarús. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Nú fjórum árum síðar segir hún ástandið í landinu langt frá því að vera gott. Einræðisherrann sé hræddur við fólkið „Það sem við sjáum fyrir víst er að það ofbeldi og kúgun sem byrjaði 2020 heldur áfram og hefur jafnvel aukist. Í Belarús eru nú 15 til 20 manns handteknir á hverjum degi. Stjórn Lúkasjenkós er hrædd við fólkið. Hún er enn að hefna sín á þeim sem þorðu að bjóða honum birginn,“ segir Tsíkanovskaja í viðtali við Stöð 2 en hún er stödd hér á landi í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Viðtalið við Svetlönu Tsíkanovskaju í heild má finna í spilaranum hér að neðan. Hún tók við hlutverki leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Í fjarveru sinni hlaut hún sjálf fimmtán ára fangelsisdóm í heimalandinu í fyrra fyrir landráð, en hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í landinu. Yfirlýst úrslit kosninganna árið 2020 eru ekki talin endurspegla raunverulega niðurstöðu en Lúkasjenkós lýsti yfir yfirburðarsigri sem var þvert á útgönguspár sem voru Tsíkanovskaju í vil. „Þetta er stöðug barátta. Á hverjum degi upplifi ég ótta, ótta um eiginmanninn sem ég hef ekki heyrt frá í 600 daga. Honum er haldið í einangrun. Það eru engar upplýsingar. Ég veit ekki hvort hann er á lífi. Þannig er ástatt um marga í fangelsum í Belarús,“ segir Tsíkanovskaja. Þótt baráttan geti tekið á segir hún ekki koma til greina að gefast upp. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Svetlana hefur fjórum sinnum komið til Íslands og segist afar hrifin af landinu, fallegri náttúru og vinalegu fólki.Vísir/Vilhelm Hana dreymi um þann dag sem hún getur aftur snúið heim. „Auðvitað. Svo sannarlega. Ég bý í Vilníus í Litáen og það er bara 30 kílómetra frá landamærunum og ég get mjög vel ímyndað mér það þegar ég get farið yfir landamærin aftur heim,“ segir Tsíkanovskaja sem býr ásamt börnum sínum tveimur í Vilníus. Hún segir erfitt að horfa í augu barna sinna þegar þau spyrji hvenær þau geti hitt pabba sinn næst. Ábyrgðarlaust að nýta ekki kosningaréttinn Íslendingar ganga til kosninga eftir nokkrar vikur en aðspurð segir hún sorglegt að heyra að ekki allir nýti kosningarétt sinn. Hún þekki það af eigin reynslu hvernig það er að búa við brotið lýðræði, ef lýðræði skyldi kalla. Almenningi beri skylda til að nýta sinn lýðræðislega rétt til að taka þátt í kosningum og því beri ekki að taka sem gefnu. „Það er svo auðvelt að missa það sem maður hefur. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því en það er mjög erfitt að fá það aftur. Svo kjósið og takið þátt í stjórnmálum því þið eruð mikilvæg fyrir landið ykkar,“ segir Tsíkanovskaja.
Belarús Utanríkismál Norðurlandaráð Mannréttindi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira