Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar 29. október 2024 14:31 Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun