Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2024 09:06 Halla Tómasdóttir forseti með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35