Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Árni Sæberg skrifar 29. október 2024 10:16 Áhöfn Gísla Jóns dældi vatni upp úr bátnum. Landsbjörg Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan: Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira