Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 13:36 Ruud van Nistelrooy gæti mögulega tryggt sér starfið til frambúðar ef hann stendur sig sem tímabundinn stjóri Manchester United. Getty/John Walton Manchester United er nú í leit að nýjum knattspyrnustjóra til frambúðar, eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag fékk að vita það í morgun að hann hefði verið rekinn. Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira