Samkvæmt frétt Fótbolta.net voru 250-300 bretti skemmd í nótt. Tjón eiganda brettanna er talið hlaupa á einni og hálfri milljón króna.
Fótbolti.net greinir frá því að Víkingar ætli að kæra skemmdarverkin til KSÍ og krefjast þess að Blikar beri kostnaðinn af þeim. Skemmdarverkin náðust á myndbandsupptöku.
Eigandi brettanna ætlaði að koma í Víkina eftir hádegið. Eftir það átti svo að taka ákvörðun hvort málið yrði kært til lögreglu.

Víkingar settu upp tvö þúsund bretti fyrir leikinn til að koma fólki fyrir. Alls verða 2.500 manns á leiknum í Víkinni í kvöld, þar 1.100 í stúkunni. Tvö hundruð og fimmtíu Blikar fengu miða en þeir verða fyrir aftan annað markið, algjörlega aðskildir frá stuðningsmönnum Víkinga.
Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar en Víkingar eru með hagstæðari markatölu og dugir því jafntefli í kvöld til að verða meistarar.
Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar.