Pirraðir á excel skiptingum Péturs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 12:32 Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bónus deildinni. vísir/anton Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41