Túfa: Búið að ganga frá því fyrir löngu síðan að ég verð áfram Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 19:46 Túfa verður áfram með Val. Vísir/Anton Brink Valur endaði tímabilið í Bestu deildinni með öruggum 6-1 sigri á ÍA í mikilvægum leik fyrir Hlíðarendapilta. Sigurinn þýðir að liðið náði 3. sæti sem tryggir þáttöku í evrópukeppni á næsta ári. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira